Lei­sagnarmat - lei­beiningar fyrir foreldra

áLei­beiningar fyrir foreldra Lei­sagnarmat er nř eining Ý Mentor.is sem gefur aukna m÷guleika ß samstarfi nemenda, foreldra og skˇla vi­ markmi­ssetningu

Lei­sagnarmat - lei­beiningar fyrir foreldra

 Leiðbeiningar fyrir foreldra

Leiðsagnarmat er ný eining í Mentor.is sem gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við markmiðssetningu og mat á stöðu og líðan nemenda. Matið fer fram á svæði nemenda á Mentor.is. Foreldrar geta nálgast lykilorð barna sinna á fremsta flipa nemendaspjaldsins þegar þeir hafa skrá sig inn í kerfið.

Hvernig finna foreldrar lykilorð barnanna sinna?

  1. Foreldrar skrá sig inn á Mentor.is með kennitölunni sinni og lykilorði sem þeir hafa fengið sent í tölvupósti.
  2. Smellt er á  á flipann Nemandi á nemendaspjaldinu. Hægra megin á spjaldinu sést þá lykilorð nemandans.

Hvernig fer matið fram?

  1. Nemandinn (sjálfur eða með aðstoð foreldra) skráir sig inn í kerfið með kennitölunni sinni og lykilorði.
  2.  Smellt er á Leiðsagnarmat á bláa hlutanum vinstra megin á skjánum.
  3. Til að skrá á matsblaðið er smellt á merkið .
  4. Í fyrsta hluta matsblaðsins er námsframmistaða metin út frá nokkrum þáttum með mismunandi matstáknum. Smellt er einu sinni í reit til að fá fyrsta táknið, aftur til að fá það næsta og svo koll af kolli.  Skráð er athugasemd ef við á í textareit aftan við námsgreinar. Munið að smella á vista eða uppfæra með reglulegu millibili til þess að vista það sem þið hafið skráð. 
  1. Spurningum eða fullyrðingum er svarað í samfelldu máli í næsta hluta með því að skrá í textareiti. Smellið í svarreitinn, þá birtist bendillinn og þið getið skráð svarið.
  2. Í þriðja hluta er metið með sama hætti og í fyrsta hluta líðan, skipulag, stundvísi, hegðun og heimanám. Hægt er að skrá athugasemdir aftan við hverja setningu.
  3. Ath! Munið að smella á Skrá efst eða neðst á skjánum þegar mati er lokið eða helst eftir hvern hluta fyrir sig til að vista skráninguna.

 

Hversu lengi er matið opið og hvað gerist eftir að því er lokað?

Dagsetningar við Leiðsagnarmat sýna hversu lengi matið er opið til skráningar. Eftir að skráningu er lokið birtir kennari sitt mat á sömu þáttum á svæði nemandans. Til að nálgast mat kennara smella nemendur og foreldrar á merkið  við Leiðsagnarmatið. Þá sjá þau bæði mat nemandans og kennarans á einu yfirlitsblaði og nota það til undirbúnings fyrir annarlokadag.

 

Gangi ykkur vel