Menningarmót

Menningarmót Í nýliđinni viku unnu nemendur ađ fjölbreyttum verkefnum tengdum menningu ţeirra. Áherslan var lögđ á menningu hvers og eins, gildi,

Fréttir

Menningarmót

Óskalampi Aladdíns
Óskalampi Aladdíns

Í nýliđinni viku unnu nemendur ađ fjölbreyttum verkefnum tengdum menningu ţeirra. Áherslan var lögđ á menningu hvers og eins, gildi, áherslur, vćntingar og áhugamál. Talin voru saman ţau tungumál sem nemendur skólans tala og sjónum beint ađ ţeim fjársjóđ sem felst í öllum ţessum tungumálum. Fćrum viđ saman í ferđalag á töfrateppi gćtum viđ átt viđkomu í mörgum löndum og bjargađ okkur ţví í Grunnskóla Reyđarfjarđar eru töluđ 12 tungumál. 

Seinni partinn á fimmtudag buđum viđ svo forráđamönnum í heimsókn. Byrjađ var á sal ţar sem gestir voru bođnir velkomnir. Síđan ávarpađi Kristín Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, samkomuna en hún er höfundur verkefnisins (sjá á menningarmot.is) Kristín fékk nemendur í 1. - 4. bekk til liđs viđ sig ađ opna menningarmótiđ sem ţau gerđu međ dans og söng ţar sem ţau buđu gesti velkomna á nokkrum tungumálum. Síđan rak hvert skemmtiatriđiđ annađ. Söngur á ţremur tungumálum, píanóleikur, karate og ljóđalestur. Ađ lokum fengum viđ tölfrćđilegar upplýsingar um fjölda tungumála í skólanum. Eftir samveru á sal var gestum bođiđ ađ ganga um skólann og heimsćkja nemendur og frćđast um menningu hvers og eins. 

Ţessi samvera var ánćgjulegur endir á frábćrri viku. Viđ komumst enn og aftur ađ ţví ađ viđ erum einstök, hvert og eitt okkar, en eigum um leiđ svo margt sameiginlegt, hvađan sem viđ komum. Uppruni okkar getur veriđ íslenskur, pólskur, íraskur, bosnískur, filippseyskur, kanadískur, ţýskur, norskur, bandarískur, portúgalskur og spćnskur en öll erum viđ Reyđfirđingar ţví viđ kjósum ađ búa hér, Íslendingar og ekki má gleyma jarđarbúar. Og margt af ţví sem fćr okkur til ađ líđa vel eigum viđ sameiginlegt međ einhverjum öđrum. Viđ erum ţakklát fyrir ţennan mikla fjársjóđ sem býr í samfélaginu okkar í Grunnskóla Reyđarfjarđar.