Markmi­ Olwusarverkefnisins

Markmi­ Olwusarverkefnisins Helstu markmi­ a­ger­aߊtlunar Olweusar er a­ draga ˙r tŠkifŠrum til eineltis og byggja upp afst÷­u nemenda, kennara

Markmi­ Olweusarverkefnisins

Markmið Olwusarverkefnisins

Helstu markmið aðgerðaáætlunar Olweusar er að draga úr tækifærum til eineltis og byggja upp afstöðu nemenda, kennara og foreldra gegn einelti.

Unnið er að eftirfarandi meginþáttum með skipulögðum hætti:

Lagðar eru fyrir kannanir á einelti og niðurstöður kynntar.

Allir starfsmenn skólans taka þátt í umræðuhópum sem hafa það að markmiði að fræða starfsfólk um einelti og undirbúa það undir að vinna markvisst gegn því. Í þessu sambandi fer fram mikill lestur og umræður.

Nemendur fá fræðslu um einelti, eðli eineltis, birtingarform þess og afleiðingar fyrir gerendur og þolendur. Í þessu sambandi verður nemendum meðal annars sýnt myndband.

Eftirlit innan skólans er skilvirkt og lögð áhersla á vitundarvakningu meðal starfsfólks, nemenda og foreldra.

Reglur skólans um einelti eru kynntar fyrir nemendum og ræddar.

Haldnir eru bekkjarfundir um samskipti og skólabrag.

Haldnir eru kynningar- og umræðufundir fyrir foreldra.

Tekið er á þeim eineltismálum sem upp koma með skipulögðum hætti með samtölum við gerendur, þolendur og foreldra.

Foreldrar eru beðnir um að vera með augu og eyru opin og láta skólann vita ef þeir verða varir við að barni er strítt eða það stríðir öðrum og jafnframt láta umsjónarkennara vita ef því líður illa í skólanum.