Međferđ eineltismála

Ef grunur vaknar um ađ einelti eigi sér stađ í skólanum fer eftirfarandi ferli í gang: Allir starfsmenn skólans fylgjast međ samskiptum og líđan nemenda í

Međferđ eineltismála

Ef grunur vaknar um að einelti eigi sér stað í skólanum fer eftirfarandi ferli í gang:

Allir starfsmenn skólans fylgjast með samskiptum og líðan nemenda í skólanum og þar sem nemendur eru á vegum skólans.

Allir starfsmenn fá þjálfun í að greina slæm samskipti og bregðast við þeim þegar þau koma upp.

Komi upp grunur um einelti eru atburðir skráðir af þeim sem verður vitni að þeim í sérstaka bók og lætur í öllum tilvikum umsjónarkennara nemendanna vita.

Öllum málum er vísað til umsjónarkennara viðkomandi nemenda.

Umsjónarkennari kannar málið hjá nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Meðferð eineltismála

Umsjónarkennari hefur samband við foreldra gerenda og þolenda ef upp koma alvarleg eineltismál og einnig ef illa gengur að stöðva einelti á byrjunarstigi.

Umsjónarkennari ræðir strax við þolanda með eða án foreldra, allt eftir því hvernig málið ber að. Í öllum tilfellum eru foreldrar látnir vita.

Umsjónarkennari ræðir við geranda/gerendur. Foreldrar eru í öllum tilfellum látnir vita af því og í sumum tilfellum einnig boðaðir í viðtal með geranda. Aðili úr eineltisteymi er viðstaddur viðtalið.

Umræður í bekknum og lögð áhersla á að kanna hve víðfeðmt málið er.

Umsjónarkennari getur lagt fyrir nemendur tengslakannanir og átt við þá viðtöl til að fá skýrari mynd af því sem er í gangi.

Ef ekki tekst að uppræta eineltið eftir aðgerðir umsjónarkennara er málinu vísað til stjórnenda skólans sem leita munu þeirrar aðstoðar sem þörf er á til að uppræta eineltið.