Sto­■jˇnusta

═ nřrri A­alnßmskrß Grunnskˇla, frß 2013 kafla 7, eru dregnar fram meginßherslur um nßm og kennslu sem eiga a­ stu­la a­ ■vÝ a­ hver og einn nemandi nßi

Sto­■jˇnusta

Í nýrri Aðalnámskrá Grunnskóla, frá 2013 kafla 7, eru dregnar fram megináherslur um nám og kennslu sem eiga að stuðla að því að hver og einn nemandi nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur.

Í 2. grein laga um grunnskóla er lögð áhersla á það meginhlutverk grunnskólans að stuðla að alhliða þroska allra nemenda, þ.e. að nám sé á forsendum hvers og eins nemanda og fari fram í hvetjandi námsumhverfi þar sem hann finnur til öryggis og fær notið hæfileika sinna.

Sveitarfélögum ber skylda til þess að veita nemendum stuðning í skólastarfi í samræmi við sérþarfir þeirra. Þetta á við um alla nemendur, fatlaða og ófatlaða og að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra óháð menningu og þjóðerni.

 

Lesið meira um stoðþjónustu í Grunnskóla Reyðarfjarðar hér til vinstri.