Skˇlaskrifstofa Austurlands

Skˇlaskrifstofa Austurlands er bygg­asamlag 8 sveitarfÚlaga ß Austurlandi, frß Vopnafir­i Ý nor­ri til Dj˙pavogs Ý su­ri. Skrifstofan hefur a­setur Ý

Skˇlaskrifstofa Austurlands

Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag 8 sveitarfélaga á Austurlandi, frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogs í suðri. Skrifstofan hefur aðsetur í Hermes, Búðareyri 4 á Reyðarfirði.  Starfsemin er skv. samningi sem byggður er á grunnskólalögum og reglugerðum um sérfræðiþjónustu. 

 

Skólaskrifstofa Austurlands er fyrst og fremst þjónustustofnun fyrir eigendur sína, þ.e. sveitarfélögin og hefur fyrir þeirra hönd yfirumsjón með ýmsum þáttum í starfi grunnskólanna.  Skrifstofan hefur einnig skyldur gagnvart öðrum sem tengjast starfi grunnskólanna. Einnig veitir skrifstofan leikskólum sálfræðiþjónustu og ráðgjöf.

 

Helstu verkefni eru greining og ráðgjöf á sviði kennsluráðgjafar, sálfræðiþjónustu og öðru sem snýr að skólahaldi. Einnig má nefna verkefni á sviði endurmenntunar og fræðslu, þátttöku í nýbreytni- og þróunarverkefnum, útlán á kennslugögnum o.fl.

 

Starfsmenn skrifstofunnar eru:

Aðalheiður Jónsdóttir, sálfræðingur

Björg Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi

Halldóra Baldursdóttir, talmeinafræðingur

Helga Þórarinsdóttir, starfsmaður B-deildar

Jarþrúður Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi

Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, sálfræðingur

Kristín Óskarsdóttir, skrifstofumaður

María Huld Ingólfsdóttir, sálfræðingur

Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður