Sto­■jˇnusta Ý Grunnskˇla Rey­arfjar­ar

═ Grunnskˇla Rey­arfjar­ar er leitast vi­ a­ koma til mˇts vi­ mismunandi ■arfirá nemenda. Ůa­ kallar ß fj÷lbreytta ■jˇnustu Ý skˇla ßn a­greiningar ■ar

Sto­■jˇnusta Ý Grunnskˇla Rey­arfjar­ar

Í Grunnskóla Reyðarfjarðar er leitast við að koma til móts við mismunandi þarfir  nemenda. Það kallar á fjölbreytta þjónustu í skóla án aðgreiningar þar sem námsleiðir taka mið af hverjum og einum einstaklingi. Sérkennsla er ein þeirra leiða sem í boði eru til að mæta þörfum hvers og eins einstaklings meðan hann stundar nám í grunnskóla. Stuðningskennsla er einnig leið sem í boði er, einkum ætluð litlum hópi nemenda sem fylgja námsmarkmiðum bekkjar t.d. í íslensku og stærðfræði, en þurfa meiri aðstoð til að ná námsmarkmiðum.

Deildarstjóri sérkennslu er yfirmaður hennar og er hlutverk hans í samráði við aðra, að skipuleggja sérkennslu, námsstuðning og þau sérúrræði sem nemendur þurfa. Deildarstóri upplýsir annað starfsfólk um þá nemendur sem hafa sérþarfir og sér til þess að einstaklingsnámskrár séu gerðar og veitir leiðsögn við gerð þeirra. Hann heldur utan um samskipti við foreldra þegar kemur að greiningum sem hann í samráði við sækir um til fagaðila. Deildarstjóri situr fundi með skólastjórnendum, nemendaverndarráði, greiningaraðilum, námsráðgjafa, foreldrum, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki sem málið varðar.

Aðrir starfsmenn stoðþjónustu Grunnskóla Reyðarfjarðar eru sérkennarar sem vinna náið með umsjónarkennurum sem og stuðningfulltrúar sem eru kennurum til aðstoðar allt eftir þörfum nemenda hverju sinni. Jafnframt starfar við skólann námsráðgjafi sem vinnur að ýmsum velferðarmálum er snerta nám, líðan og framtíðaráform nemenda (sjá kaflann um námsráðgjöf).