Reglur um hjólanotkun

Reiðhjól og hjólaleiktæki

  • Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum og rafknúnum hlaupahjólum í hjólagrindur við skólann. 
  • Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, því er æskilegt að þau skuli vera læst. Einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað.
  • Það er skylda nemenda að koma með hjálm í skólann.
  • Vegna aðstæðna á skólalóð eru hjólreiðar ekki leyfðar þar á skólatíma. Þetta á bæði við um reiðhljól og hlaupahjól.
  • Umferð vélknúinna ökutækja er alfarið bönnuð á skólalóð.
  • Mikilvægt er að gá til veðurs og aðgæta færð og birtuskilyrði áður en barn hjólar af stað í skólann.

1. bekkur
Samkvæmt umferðarlögum mega börn yngri en 7 ára ekki hjóla ein á akbraut. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að nemendur í fyrsta bekk komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna.
2. – 4. bekkur
Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að hjóla í skólann samkvæmt umferðarlögum. Æskilegt er að yngri nemendur séu í fylgd eldri einstaklinga. Ákvörðun er foreldra og á ábyrgð þeirra.
5. – 10. bekkur
Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að koma á hjólum í skólann.

Hafa ber í huga að flest börn yngri en 10 ára:

  • Hafa ekki náð fullkomnu valdi á grófhreyfingum og samhæfingu vantar í hreyfingar.
  • Hafa ekki fullþroskað jafnvægisskyn og hliðarsýn.
  • Skynja ekki hraða og fjarlægð ökutækja sem nálgast eða úr hvaða átt hljóð kemur.
  • Eiga oft erfitt með að einbeita sér að fleiru en einu atriði í einu.
  • Eiga það til að taka ákvarðanir í skyndi án þess að hugsa um afleiðingarnar.
  • Yngri börn en 10 ára hafa því ekki nægilegan þroska til að vera fullkomlega ábyrgir vegfarendur.

Hér má sjá bækling skólans varðandi þau atriði sem við biðjum foreldra um að fara vel yfir með börnum sínum.