Almennar upplýsingar

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, einum fulltrúa grenndarsamfélags auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið áður en endaleg ákvörðun um þær er tekin. Í starfsáætlun eru fjórir fastir á fundir skólaráðs en að auki er ráðið kallað saman ef upp koma mál sem nauðsynlegt þykir að bera undir það og fjalla um.

Starfsreglur skólaráðs Grunnskóla Reyðarfjarðar

Starfsáætlun skólaráðs Grunnskóla Reyðarfjarðar veturinn 2023-2024

Handbók um skólaráð

Haustið 2019 var gefin út Handbók um skólaráð – fyrir skólaráð. Í þessari handbók er fjallað um hlutverk skólaráðs og bent á hagnýtar leiðir sem skólaráðið getur haft til hliðsjónar í störfum sínum.

Handbók um skólaráð

Skólaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar árið 2023-2024

  • Fulltrúar kennara: Sigríður Harpa Gunnarsdóttir og Þuríður Haraldsdóttir (Steinunn Guðnadóttir varamaður)
  • Fulltrúar nemenda: Emilía Ólöf Aronsdóttir, Pálína Hrönn Garðarsdóttir og Pálmi Víðir Bjarnason
  • Fulltrúi starfsmanna: Thelma Rún Magnúsdóttir (Anna Steinunn Árnadóttir varamaður)
  • Fulltrúar foreldra: Valgeir Ingólfsson og Þuríður Sigurjónsdóttir (Anna Sigrún Jóhönnudóttur varamaður)
  • Fulltrúi grenndarsamfélags: Guðlaug Björgvinsdóttir

Skólastjórnendur:

  • Ásta Ásgeirsdóttir, skólastjóri
  • Guðlaug Árnadóttir, aðstoðarskólastjóri