Skólaþjónusta Fjarðabyggðar

Skólaþjónustu Fjarðabyggðar  er falin ábyrgð á ýmsum þjónustuþáttum sérfræðiþjónustu skóla. Sérfræðiþjónustan er annars vegar til stuðnings við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi leik- og grunnskóla og starfsfólk þeirra. Markmiðið er að þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Þjónustan beinist að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Starfsmenn skrifstofunnar eru:

Alma Sigríður Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur

Björg Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi

Steinunn Ásta Lárusdóttir, sálfræðingur

Anna Marín Þórarinsdóttir, stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu