Á skíðum skemmti ég mér........

Í síðustu viku fóru nemendur og starfsmenn í Oddsskarð þar sem allir nutu veðurblíðu og einstakrar náttúru.

Margir nutu þess að renna sér á skíðum og þar voru fjölmargir að renna sér í fyrsta skipti undir öryggri stjórn starfsmanna skólans. Þeir vönu hentust um brekkurnar af miklu öryggi og höfðu varla tíma til að taka sér hlé til að nærast en þó er nestið oft sá þáttur sem vegur hæst í svona ferðalögum.

Nokkrir renndu sér á þotum og svo var það hópur sem gekk frá Oddsskarði niður til Eskifjarðar og naut þess einstaka útsýnis sem blasir við ofan úr Oddskarði og yfir fjörðinn. Allir komu svo þreyttir en glaðir heim eftir vel heppnaðan dag. Hér má sjá myndir frá skíðadegi.