Hlaupársdagur - öðruvísi dagur!

Hildur Ynja og Hanna Móey
Hildur Ynja og Hanna Móey

Í ár er hlaupár og það þýðir að einn dagur bætist við árið, hlaupársdagur 29. febrúar. Hlaupár er þegar talan 4 gengur upp í ártalinu nema aldamótaár.  Víða um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlaupársdeginum, mánuðinum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Þá átti allt að ganga öfugt við það sem venjan bauð og flestar fyrirtektir að misheppnast. 

Nemendaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar tók þá ákvörðun að gera hlaupársdag hinsvegar að skemmtilegum degi  sem gekk í alla staði ákaflega vel. Viðburðurinn hófst á skemmtilegheitum í íþróttahúsinu þar sem allt rými hússins var vel notað í fjölbreyttum leikjum. Síðan var blásið til hæfileikakeppni eftir hádegið þar sem fjöldi nemenda steig á svið og lét ljós sitt skína.

Hér má sjá skemmtilegt videó þar sem viðburðum dagsins eru gerð góð skil.

Hér má svo sjá fjölda mynda frá þessum skemmtilega degi.

Við erum afar þakklát fyrir okkar duglega og hugmyndaríka nemendafélag.