Latibær á árshátíð

Í gær héldu nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar árshátíð með því að sýna tvær sýningar af söngleiknum Latibær.

Nemendur hafa frá því á mánudaginn unnið markvisst að því að setja leikverkið á svið en söng- og textaæfingar hafa staðið yfir síðustu vikur undir styrkri stjórn umsjónarkennara. Karitas Harpa Davíðsdóttir raðaði verkinu svo saman svo úr varð heildstæð sýning, 200 barna, sem heppnaðist einstaklega vel. Kennarar og nemendur tónlistarskóla tóku þátt í sýningunni með fallegum tónlistarflutningi. Góð mæting var á báðar sýningarnar og erum við þakklát fyrir það. Nemendur 9. bekkjar og forráðamenn þeirra buðu upp á veitingar í hléi en það er hluti fjáröflunar bekkjarins fyrir skólaferðalag.

Hér má sjá myndir frá árshátíð.