Fréttir

Rauður dagur og piparkökumálun

Við komum saman á sal á hverjum morgni, vandlega hólfuð niður eftir fjölda og syngjum jólalögin. Hver bekkur fær að velja lög einu sinni og í dag voru það nemendur 3. bekkjar sem völdu lögin og stjórnuðu söng af sviði ásamt Díönu.
Lesa meira

Skólastarf liggur niðri í dag og á morgun föstudag

Covid-19 smitum fjölgar hratt á Austurlandi síðustu daga og þar sem smitin eru dreifð telja fræðsuyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að loka Grunnskóla Reyðarfjarðar í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag.
Lesa meira

Gunnar Helgason rithöfundur í heimsókn

Í síðustu viku kom til okkar Gunnar Helgason rithöfundur og las upp úr nýju bókinni sinni.
Lesa meira

Snjórinn gleður

Krakkarnir tóku glaðir á móti snjónum og hafa notið þess að renna sér í brekkunni ofan við skólann.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni buðu nemendur 7. bekkjar upp á viðburð á sal.
Lesa meira

Geðlestin með MC Gauta

Í dag fengum við góða gesti þegar Geðlestin kom í heimsókn. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.
Lesa meira

Göngum í skólann

7. bekkur stóð sig best í verkefninu Göngum í skólann en nemendur 5. og 8. bekkjar fylgdu fast í kjölfar þeirra.
Lesa meira

Dagar myrkurs

Í dag var skemmtilegur dagur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hér svifu ýmsar kynjaverur um gangana og margt var brallað.
Lesa meira

Bleiki dagurinn

Októbermánuður er gjarnan mikill viðburðamánuður hjá okkur í Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Lesa meira

Þemavika 2021 - Asía

Á hverju ári verjum við einni kennsluviku í að brjóta upp hefðbundið skólastarf og vinna í hópum að einhverju sértæku viðfangsefni.
Lesa meira