Grænfáninn - Menntun til sjálfbærni

 Grænfánaverkefni Grunnskóla Reyðarfjarðar

Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd er aðili að og er markmið þess að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisvitund í skólum. Grunnskóli Reyðarfjarðar varð Skóli á grænni grein árið 2005 og hefur umhverfisnefndin unnið mikið starf til að gera skólann umhverfisvænann. Einnig er hlutverk nefndarinnar að kenna nemendum og starfsfólki umgengni og vinnubrögð sem samræmast verkefninu. Þeir skólar sem vinna að því að fá Grænfánann kallast Skólar á grænni grein, þeir þurfa að stíga sjö umhverfisskref áður en þeim hlotnast Grænfáninn til tveggja ára. Síðan þarf að halda áfram að vinna ötult og gott starf í umhverfismálum til að halda fánanum. Skila þarf skýrslu til Landverndar að tveimur árum liðnum, fulltrúi frá þeim  kemur og skoðar skólann og metur hvort við höfum uppfyllt Umhverfissáttmálann sem er gerður annað hvert ár. Grunnskóli Reyðarfjarðar tók á móti Grænfánanum í fyrsta skipti 28. maí 2009. Við höfum því hampað honum tvisvar og munum halda áfram að leggja okkur fram um að vinna að verkefnum Grænfánans.

Undirbúningur og framkvæmd verkefnisins er i höndum árgangateyma sem leitast er við að virkja nemendum með fjölbreyttum hætti eftir aldri.