Reglur um hjólanotkun

Reiðhjól og hjólaleiktæki

  • Nemanda er heimilt að koma einn á reiðhjóli frá og með vori í 2. bekk. Áður en þeim aldri er náð skal nemandi koma hjólandi í fylgd með fullorðnum í og úr skóla.
  • Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum í hjólagrindur við skólann.
  • Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað.
  • Það er skylda nemenda að koma með hjálm í skólann.
  • Hjólreiðar eru aðeins leyfðar fyrir ofan skóla á hjólabraut.
  • Umferð vélknúinna ökutækja er alfarið bönnuð á skólalóð.