Fréttir & tilkynningar

27.11.2025

Hátíðlegur rauður dagur og aðventugleði

Skólinn var glæsilega skreyttur þegar nemendur og starfsfólk mættu með jólahúfur á þessum hátíðlega „rauða degi“. Dagurinn hófst á notalegri piparkökumálun og 10. bekkur sá um að skreyta jólatréð í salnum, sem var einstaklega hátíðleg stund.