Leyfi nemenda

Brýnt er að veikindi séu tilkynnt af foreldrum til skólans eins fljótt og hægt er og eru foreldrar beðnir um að láta vita fyrir hvern dag sem nemandinn er veikur. Hægt er að hringja í síma skólans 470-9200 eða tilkynna veikindin á mentor.is.  Hringt er heim ef nemendur eru ekki mættir kl. 08:15.

Alltaf þarf að sækja sérstaklega um leyfi ef nemandi þarf frí frá skóla. 

Athugið að ekki er hægt að sækja um leyfi á Mentor. Þar er eingöngu hægt að skrá veikindi.

Skv. 15. gr. grunnskólalaga frá 2008 er öll röskun á námi sem hlýst af leyfum frá skóla á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Þar segir um tímabundna undanþágu barns frá skólagöngu: „Forráðamaður skal sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur.“ Nauðsynlegt er að hafa samráð við umsjónarkennara varðandi hverju þarf að sinna í náminu.

Umsókn um leyfi - rafræn