Leyfi nemenda

Brýnt er að veikindi séu tilkynnt af foreldrum til skólans eins fljótt og hægt er og eru foreldrar beðnir um að láta vita fyrir hvern dag sem nemandinn er veikur. Hægt er að hringja í síma skólans 474-1247 eða tilkynna veikindin á mentor.is.  Hringt er heim ef nemendur eru ekki mættir kl. 08:15.

Alltaf þarf að sækja sérstaklega um leyfi ef nemandi þarf frí frá skóla.

Umsjónarkennari getur gefið leyfi fyrir tvo daga en þurfi lengra frí skal sótt um það skriflega á þar til gerðu leyfisbréfi eða með rafrænum hætti. 

Umsókn um leyfi - rafræn

Umsókn um leyfi - skrifleg