Skólasel

Eftir að hefðbundnu skólastarfi líkur á daginn býðst nemendum í 1. - 4. bekk að sækja frístund sem við köllum Skólasel. 

Markmið með starfi Skólasels

  • Að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundins skólatíma.
  • Að leitast við að dvölin í Skólaseli verði róleg og heimilisleg.

 Tímafjöldi og mætingar

Foreldrum gefst kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins. Allar umsóknir eru skoðaðar af stjórnendum og forstöðumann. Innheimta gjalda fer fram með greiðsluseðlum sem sendir eru forráðamönnum nemenda. Skólaselsgjöldin eru greidd fyrirfram og því mikilvægt að tilkynna breytingar á vistun fyrir 20. hvers mánaðar.

Forstöðumaður Skólasels er Marzenna Kowalska.

Símar Skólasels eru 869-1247 og 857-1247

Skólasel Grunnskóla Reyðarfjarðar