Skóladagatal

Skóladagatal 2024 - 2025

Skýringar með skóladagatali

Fyrir áramót:

22. ágúst: Nemendur mæta ásamt forráðamönnum í viðtal hjá umsjónarkennara. Forráðamönnum gefst tækifæri til að velja sér viðtalstíma á Mentor. Í þessu viðtali er farið yfir námsáherslur komandi skólaárs.

4. september: Útivistardagur. Starfsdagur allra nemenda er til kl. 13:10 en Skólaselið er opið á hefðbundnum tíma. Þessi dagur gæti færst til eftir veðri.

20. september: Starfsdagur. Haustþing Kennarasambands Austurlands.

21. - 23. október: Vetrarfrí

8. nóvember: Baráttudagur gegn einelti. Við höldum Fjölgreindarleika þar sem við skiptum nemendahópnum upp í hópa þvert á árganga. Hóparnir fara um skólann og leysa þrautir og verkefni. Viðvera nemenda þannan dag er til kl. 13:10.

18. nóvember: Starfsdagur.

27. nóvember: Aðventustund. Nemendur, forráðamenn þeirra og starfsfólk skólans koma saman í skólanum og eiga notalega stund á aðventu.

17. - 19. desember: Þemavika. Hefðbundið skólastarf brotið upp og allir vinna að sameiginlegum viðfangsefnum. Starfsdagur allra nemenda er til kl. 13:10 en Skólaselið er opið á hefðbundnum tíma. 

20. desember: Litlu-jólin fyrir 1. - 6. bekk. Nemendur sýna hver öðrum leikverk tengd jólum og dansa svo í kringum jólatréð. Stofujól eftir hádegi hjá öllum bekkjum en þá eiga nemendur jólastund með umsjónarkennar sínum. Viðvera nemenda er til kl. 13:10 og er þá komið jólafrí.

Eftir áramót:

3. janúar: Starfsdagur

6. janúar: Kennsla hefst eftir jólafrí.

17. janúar:  Þorrablót nemenda er tvískipt. Frá kl. 11:30 - 13:10 er þorrablót 1. - 4. bekkjar. Þetta er hátíðleg stund þar sem lagt er á borð og þjóna kennarar til borðs auk þess sem þeir stíga á stokk og skemmta nemendum. Á eftir er stiginn dans.

Þorrablót 5. - 10. bekkjar hefst kl 18:30 og stendur til 22:00. Blótið er í umsjón 10. bekkjar. Miðaverð er 2500 kr.

24. janúar: Hefð er fyrir því í Grunnskóla Reyðarfjarðar að drengir hlaupi inn þorrann en stúlkur góu. Drengirnir hlaupa hringinn í kringum skólann til að bjóða Þorra velkominn. Þennan dag stendur nemendafélagið fyrir viðburði þar sem allir eru hvattir til að klæða sig upp í anda gömlu dansanna en við endum daginn á balli þar sem við einmitt dönsum gömlu dansana.

19. febrúar: Starfsdagur

20. febrúar: Annaskil - Foreldraheimsóknir

24. febrúar: Stúlkur hlaupa inn Góu.

3. mars: Bolludagur. Nemendur mega koma með bollur með sér í nesti á bolludaginn.

5. mars:  Öskudagur. Nemendadagur til kl. 13:10. Nemendur mæta í búningum og fara saman í bæinn til að fá sælgæti fyrir söng.

6. - 7. mars: Vetrarfrí.

12. mars:  Skíðadagur. Starfsdagur allra nemenda er til kl. 13:10 en Skólaselið er opið á hefðbundnum tíma. Þessi dagur gæti færst til eftir veðri.

7. - 10. apríl: Árshátíðarvika. Þessi vika er eins og þemavika, kennsla hjá öllum aldurshópum til 13:10. Kennsludagarnir helgast af undirbúningi fyrir árshátíð skólans sem verður haldin fimmtudaginn 10. apríl. 

11. apríl: Gulur dagur, síðasti dagur fyrir páskafrí.

12. - 21. apríl:  Páskafrí

22. apríl: Kennsla hefst eftir páskafrí samkvæmt stundaskrá,

4. og 5. júní: Vordagar. Þá daga er kennsla til 13:10. Farið er í stuttar gönguferðir og leiki í nágrenni skólans.

4. júní: Útskrift 10. bekkjar.

5. júní: Skólaslit.