Nemendur 10. bekkjar hafa að undanförnu unnið að stjórnmálaverkefni í íslensku og samfélagsfræði. Stofnaðir voru stjórnmálaflokkar og útbúnar málefnaskrár, framboðsræður, glærukynningar og veggspjöld til að kynna flokkana fyrir nemendum og starfsfólki skólans.