Mötuneyti

Í skólanum gefst nemendum kostur á að vera í áskrift að hádegismat og kostar hver máltíð 150 krónur. Maturinn kemur tilbúinn frá Fjarðaveitingum og er áskriftargjaldið innheimt af skrifstofu Fjarðabyggðar.

Mikilvægt er að láta ritara vita af breytingum fyrir 20. hvers mánaðar.

Ritari: sími 474-1247 eða erna@skolar.fjardabyggd.is

Þeir nemendur sem hafa með sér nesti í hádeginu geta geymt það í kæli í mötuneyti skólans. Örbylgjuofn er í matsal.

Vert er að taka það fram að breytingar geta orðið á matseðlum og eru þá aðstandendur látnir vita.  

Reglur í matsal Grunnskóla Reyðarfjarðar 

  • Við notum inniröddina.
  • Við sýnum kurteisi og prúðmannlega framkomu.
  • Við bíðum fallega í röð.
  • Við göngum alltaf í salnum og förum varlega með matinn til sætis.
  • Við gætum þess að enginn sitji einn.
  • Við tileinkum okkur góða borðsiði.
  • Við göngum frá eftir okkur.
  • Við fáum okkur ekki meira á diskinn en við ætlum að borða.
  • Við komum á réttum tíma inn í mat

Matseðlar

Umsókn um að skrá nemanda í mat - skrifleg

Umsókn um að skrá nemanda í mat - rafræn

Umsókn um að skrá nemanda úr mat - skrifleg

Umsókn um að skrá nemanda í mat - rafræn