Mötuneyti

Í skólanum gefst nemendum kostur á að fá heitan mat í hádeginu, án endurgjalds. Maturinn kemur tilbúinn frá Fjarðaveitingum.

Þeir nemendur sem hafa með sér nesti í hádeginu geta geymt það í kæli í mötuneyti skólans. Örbylgjuofn er í matsal.

Vert er að taka það fram að breytingar geta orðið á matseðlum og eru þá aðstandendur látnir vita.  

Reglur í matsal Grunnskóla Reyðarfjarðar 

  • Við notum inniröddina.
  • Við sýnum kurteisi og prúðmannlega framkomu.
  • Við bíðum fallega í röð.
  • Við göngum alltaf í salnum og förum varlega með matinn til sætis.
  • Við gætum þess að enginn sitji einn.
  • Við tileinkum okkur góða borðsiði.
  • Við göngum frá eftir okkur.
  • Við fáum okkur ekki meira á diskinn en við ætlum að borða.
  • Við komum á réttum tíma inn í mat

Matseðlar