Skólaskrifstofa Austurlands

Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag 7 sveitarfélaga á Austurlandi, frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogs í suðri.

Skrifstofan hefur aðsetur í Hermes, að Búðareyri 4 á Reyðarfirði.

Hlutverk byggðasamlagsins er samkvæmt samningi að tryggja sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og hafa umsjón með þjónustusamningi um málefni fatlaðra.

Skólaskrifstofa Austurlands er fyrst og fremst þjónustustofnun fyrir eigendur sína, þ.e. sveitarfélögin og er henni falin ábyrgð á ýmsum þjónustuþáttum sérfræðiþjónustu skóla. Sérfræðiþjónustan er annars vegar til stuðnings við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi leik- og grunnskóla og starfsfólk þeirra. Markmiðið er að þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Þjónustan beinist að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Starfsmenn skrifstofunnar eru:

Alma Sigríður Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur

Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, skrifstofumaður

Björg Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi

Halldóra Baldursdóttir, talmeinafræðingur

Helga Þórarinsdóttir, starfsmaður B-deildar

Jarþrúður Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi

Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður

Steinunn Ásta Lárusdóttir, sálfræðingur

 

Heimasíða Skólaskrifstofu Austurlands