Uppeldi til ábygðar

Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga

Haustið 2010 hófst innleiðing á Uppeldi til ábyrgðar í Grunnskóla Reyðarfjarðar eins og í öðrum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Unnið hefur verið eftir uppeldisstefnunni síðan.

Helstu áhersluþættir eru þessir:

  • Byggir á að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og  fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum.
  • Miðar að því að kenna börnum og unglingum sjálfstjórn og sjálfsaga og læra af mistökum í samskiptum.
  • Ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
  • Gefur innri styrk og aukið sjálfstraust.
  • Þjálfar börn í að vera þau sem þau vilja vera en ekki bara að geðjast öðrum.
  • Ýtir undir umhyggjusamt skólasamfélag. 

Hægt er að lesa nánar um stefnuna í Netlu, grein eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur og  Magna Hjálmarsson

Hér má sjá bækling Grunnskóla Reyðarfjarðar um skólareglur og skýr mörk.