Gleðileg jól!

Söngstund á sal á aðventu
Söngstund á sal á aðventu

Nú er jólafríið hafið.  Í morgun héldu umsjónarkennarar stofu jólin með nemendum sínum en það er alltaf jafn hátíðleg stund.  Á stofujólum reynum við að láta hátíðleika jólanna svífa yfir vötnum, syngjum saman, jólasaga er lesin, jólakveðjur frá skólafélögum lesnar og allir gæða sér á gómsætum jólakökum. Að því loknu fara nemendur heim í jólafrí með góðum jólakveðjum frá starfsfólki skólans.
Skóli og Skólasel hefjast aftur á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar 2018.
Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða