Árshátíð og páskafrí

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar
Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar

Í gær fór fram Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar.  Fjölmenni sótti viðburðinn sem þótti takast vel.

Það er afrek að setja upp heilan söngleik á fjórum dögum með 180 börnum, þar af 20 manna stórsveit Tónlistarskóla Reyðarfjarðar.  Til að hrinda slíku afreki úr vör þarf áræðni og þor, staðfestu og kraft og það hafa þær Díana Ívarsdóttir kennari sem leikstýrði verkinu og Alda Rut Garðasdóttir tónlistarkennari sem stýrði hljómsveit tónlistarskólans.  Við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir virkilega vel heppnaða sýningu.

Nú er páskafrí hafið.  Að þessu sinni er það í lengri kantinum en skólastarf hefst ekki að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl vegna námsferðar starfsmanna til Finnlands.

Við óskum öllum gleðilegra páska.

Myndina fengum við að láni frá Ásgeiri Metúsalemssyni.