Grunnskólameistarar!

Grunnskólameistarar í glímu
Grunnskólameistarar í glímu

Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt Grunnskólamóti Glímusambands Íslands og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið.  Þau eru því Grunnskólameistarar í glímu.  Keppt var í mismunandi aldurs- og þyngdarflokkum og röðuðu krakkarnir okkar sér í efstu sætin í flestum flokkum.  Þjálfarar hópsins eru þær Bylgja og Nikólína Bóel Ólafsdætur.  Hér má sjá fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu en myndirnar fengum við af vef Glímusambands Íslands.