Sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni

Þór Sigurjónsson
Þór Sigurjónsson

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram miðvikudaginn 7. mars sl. í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.  Í fyrsta sæti varð Þór Sigurjónsson Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í öðru sæti varð Randíður Anna Vigfúsdóttir Nesskóla og í þriðja sæti varð Einar Örn Valdimarsson Grunnskóla Breiðdalshrepps. 

Auk Þórs kepptu fyrir okkar hönd þau Jónína París Guðmundsdóttir og Snjólfur Björgvinsson og stóðu þau sig með mikilli prýði.  Það var ekki auðvelt hlutverk sem beið dómaranna að kveða upp úr hver bar sigur úr býtum.

Þetta er í 17. sinn sem Stóra upplestarkeppnin er haldin í á okkar svæði en hún var fyrst haldin í Hafnarfirði fyrir tuttugu og tveimur árum.

Markmið keppninnar er að þjálfa börn í framsögn og vöndunum upplestri.

Samkoman var hátíðleg.  Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri flutti erindi og flutt voru atriði frá Tónlistarskóla Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.  Fjöldi gesta var viðstaddur og einkar ánægjulegt að þar í hópnum voru lestrarvinirnir okkar þau Inga Ingvarsdóttir og Ásgeir Metúsalemsson sem sannarlega eiga sinn þátt í velgengni okkar barna.  Myndirnar tók Ásgeir sem gaf okkur leyfi fyrir því að birta þær hér.