Að koma öllu á rétt ról

Við þekkjum það öll að í fríum hættir okkur til að snúa sólarhringnum við og láta ýmislegt eftir okkur sem við gerum ekki annars.

Eftir gott jólafrí eru margir þreyttir fyrstu dagana og sumir jafnvel úrillir fram eftir morgni. Eitt af því sem við þurfum líklegast flest okkar að glíma við eftir gott frí er að draga aftur úr sjónvarps- og tölvuglápi. Þá er gott að styðjast við viðmið um heilbrigðan skjátíma.  Við vorum því glöð þegar við fengum í hendurnar þennan ágæta lista yfir skjánotkun í frítíma, tímaviðmið og góðir siðir.  Listinn er unnin í kjölfar málþings um skjánotkun sem félagsmiðstöðin Arnardalur hélt í samvinnu við grunnskólanna á Akranesi.