Auka sýnitaka á Reyðarfirði

Í dag voru allir nemendur í 4. - 10. í Grunnskóla Reyðarfjarðar boðaðir í sýnitöku á Heilsugæslunni á Reyðarfirði.

Þeir nemendur sem höfðu farið í sýnitöku síðustu tvo daga þurftu þó ekki að fara í dag en öllum foreldrum og forráðamönnum var einnig boðið að fara í sýnitöku.

Á morgun verður auka sýnitaka á Heilsugæslunni á Reyðarfirði, kl. 12:00 og hvetjum við alla þá sem ekki hafa nú þegar farið að fara inn á heilsuvera.is og panta tíma í einkennasýnitöku. Þá fá þeir strikamerki sem þeir þurfa að sýna á heilsugæslunni.

Við hvetjum líka alla til að halda kyrru fyrir eins og kostur er á meðan á smitrakningu stendur.