Skólabyrjun haustið 2018

Friðarleikar á Vinadegi.
Friðarleikar á Vinadegi.

Skólastarf í Grunnskóla Reyðarfjarðar hefst að nýju eftir sumarfrí miðvikudaginn 22. ágúst með viðtölum umsjónarkennara, nemenda og foreldra þeirra.  Foreldrar hafa nú þegar fengið póst þar sem þeim var gefinn kostur á að velja sjálfir tímasetningu á viðtali.  Fyrsti skóladagur samkvæmt stundaskrá er svo fimmtudagur 23. ágúst.