Bakkabræður

Fátt er skemmtilegra en að hlæja saman af vitleysunni í Svarfdælsku bræðrunum frá Bakka. Krakkarnir í 4. bekk unnu skemmtilegt verkefni um þá bræður.

Lesnar voru fimm sögur um Bakkabræður og unnið með lykilorðið munnmælasaga. Tekin voru saman orð úr sögunum sem nemendur þekktu ekki eða skildu ekki og þau sett í sérstaka orðaskjóðu og þau rædd og útskýrð. Hver nemandi skrifaði síðan sína munnmælasögu og kom fyrir í torfbæ og mynda allir torfbæir nemenda bæjarþyrpingu umhverfis orðaskjóðuna.