Bleikasti bekkurinn 2020

8. bekkur bleikasti bekkurinn
8. bekkur bleikasti bekkurinn

8. bekkur var valinn bleikasti bekkurinn árið 2020. Dagurinn var frábær í alla staði. Nemendur klæddust bleiku og kepptust um að hreppa farandgripinn margrómaða, Bleiku rósina. Nemendaráðið okkar skreytti salinn, stjórnaði samkomunni, afhentu rósina og luku svo deginum með dansiballi á sal.