Bolludagur - bollukappát

Þórður Páll með gyllta bolluvöndinn
Þórður Páll með gyllta bolluvöndinn

Í dag stóð nemendaráð fyrir fjörugum viðburði á sal í frímínútunum. Nokkrir vaskir krakkar á unglingastigi öttu þar kappi saman og átu rjómabollur af miklum móð. Bekkjarfélagar og kennarar hvöttu þau til dáða og sigraði Þórður Páll Ólafsson nemandi í 10. bekk keppnina og hlaut að launum gyllta bolluvöndinn. Hér má sjá myndir frá bolluátinu.