BRAS

Smiðjudagur á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar var haldin fyrir nemendur í 7. - 10. bekk þriðjudaginn 3. september. Þetta var einn liður í BRAS, Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Í boði var að fara í þrjár smiðjur af sex sem í boði voru. Leiklist, vídeólist, íþróttalist (sirkus), raftónlist, ritlist og myndlist. Dagurinn tókst mjög vel og þáttakendur bæði nemendur og leiðbeinendur voru glaðir og ánægðir með daginn. Fleiri myndir frá smiðjudeginum eru inni á myndasíðunni.