Dagur íslenskrar tungu

Elín Eik Guðjónsdóttir nemandi í 8. bekk, sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2020
Elín Eik Guðjónsdóttir nemandi í 8. bekk, sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2020

Í dag, 16. nóvember höldum við hátíðlegan dag íslenskrar tungu.

Ríkisstjórn Íslands ákvað haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. 

Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt. Á þessum degi hefur 7. bekkur hafið undirbúning fyrir stóru upplestrarkeppnina og af því tilefni boðið upp á samkomu á sal með upplestri og söng. Af því varð ekki að þessu sinni en hver bekkur minntist dagsins hver á sinn hátt. 

Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og þess vegna blakti íslenski fáninn við hún hjá okkur í dag.