Dagur íslenskrar tungu

Nemendur 7. bekkjar
Nemendur 7. bekkjar

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni buðu nemendur 7. bekkjar upp á viðburð á sal.

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.

Á þessum degi hefja nemendur 7. bekkjar formlegan undirbúning Stóru upplestrarkeppninnar sem jafnan fer fram að vori í 7. bekk.