Dagur íslenskrar tungu 16. nóv.

Dagur íslenskrar tungu er haldin 16. nóvember ár hvert vegna fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar. Honum hefur verið fagnað árlega í Grunnskóla Reyðarfjarðar með undirbúning á sal fyrir stóru upplestrarkeppnina sem er haldin í mars.

Í ár bar 16. nóv. upp á laugardegi og ekki skóli þann daginn, þannig að  föstudaginn 15.nóv.  lásu nemendur í  7. bekk upp stuttan texta, sem þau settu saman sjálf um Jónas Hallgrímsson. Þar með hófst formlegur undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina. 

Allir upplesararnir stóðu sig mjög vel.

Höf: Daníel Arnar Stefánsson