Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

Á vef stjórnarráðs Íslands segir að dagurinn sé haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar ár hvert. Jónas var skáld og náttúrufræðingur með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, lærði lögfræði og lauk síðan prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannarhafnarháskóla. 

Jónas var mikill nýyrðasmiður og næmni hans og virðing fyrir tungumálinu gerði honum klefit að færa hugsanir sínar og annarra í þannig búning að nýyrði hans virðast nú eins og hluti af grunnorðaforða málsins.  Sjá https://www.stjornarradid.is/verkefni/menningarmal/islensk-tunga/dagur-islenskrar-tungu/

Nýorðasafn Jónasar prýðir jafnan veggi skólans í nóvember.