Eftirlit með skógræktinni

Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa í mörg ár komið að gróðursetningu í nágrenni bæjarins. Í nokkur ár gróðursettu nemendur birkiplöntur innan við bæinn Teigargerði. Þar eru nú að vaxa upp falleg tré sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinnni. Nemendur 5. bekkjar fóru í góða veðrinu í rannsóknarleiðangur til að kanna líðan trjánna og mældu hæð nokkurra. Í leiðinni nutu þau dásamlegrar náttúrunnar allt um kring.

Hér má sjá fleiri myndir.