Ég byrjaði tvítug að kenna

Adam Þór Jóhannsson nemandi í fjölmiðlavali á unglingastigi ákvað að taka viðtal við Jórunni Sigurbjörnsdóttur kennara.

Hvernig er það að vera elsti kennarinn í skólanum?

Ég finn ekkert fyrir því

 

Hvenær byrjaðir þú að kenna í Grunnskóla Reyðarfjarðar?

Ég byrjaði að kenna 1974 og kenndi þá stelpum íþróttir

 

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að kenna?

Ég var tvítug, kenndi þá í Reykjavík

 

Hvað hefurðu búið lengi á Reyðarfirði?

Ég flutti hingað vorið 1973 fyrir tæpum 46 árum síðan

 

Hvar bjóstu áður?

Sem barn átti ég heima í sveit á Suðurlandi og í Reykjavík nokkur ár áður en ég kom á Reyðarfjörð

 

Hvað finnst þér skemmtilegast að kenna?

Það er mjög erfitt að gera upp á milli, það er allt skemmtilegt og fjölbreytt

 

Hvaða bekkjum kennirðu?

Núna kenni ég 1. – 4. bekk

 

Hvað kennirðu?

Ég kenni handmennt

 

Hver eru áhugamál þín?

Golf og kórsöngur

 

Hver er uppáhalds maturinn þinn?

Því get ég ekki svarað nákvæmlega ég borða allt nema súra hrútspunga

 

Hver er uppáhalds nemandi þinn?

Ég geri ekki upp á milli nemenda minna þeir eru allir skemmtilegir á sinn hátt enda eru það svo margir nemendur sem ég hef kennt öll þessi ár

 

Hver er uppáhalds kennarinn þinn?

Sumum erfiðum spurningum getur maður ekki svarað