Ég er frábær

Leikhópur Grunnskóla Reyðarfjarðar frumsýnir leikritið „Ég er frábær“ eftir Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í Tónlistarmiðstöð Austurlands þann 14.maí nk. kl. 19.30.
Leikritið var upphaflega skrifað fyrir Þjóðleik 2020-2021 og höfðu nemendur hafið æfingar þegar ákveðið var að aflýsa Þjóðleik vegna Covid 19.

Í leikhópnum eru 12 nemendur 8. – 10.bekkjar sem standa að sýningunni en leikritið er dularfull frásögn af lífi og störfum Loga, leiðtoga sjálfshjálparnámskeiðsins „Ég er frábær” og fjölskyldu hans. Er leikritið ýmist fyndið, furðulegt, átakanlegt og skilur áhorfendur eftir með ýmsar spurningar.

Leikstjóri er Daníel Guðmundur Hjálmtýsson.

Hægt er að panta miða með því að senda  póst á egerfrabaer@gmail.com.  Frítt fyrir börn á grunnskóla aldri, 2000 kr. fyrir fullorðna.

2. sýning 15. maí kl. 16:00

3. sýning 15. maí kl. 19:30