Ekkert margir óánægðir í skólanum okkar

Mynd tekin traustataki af veraldarvefnum
Mynd tekin traustataki af veraldarvefnum

Kjartan Mar Garski Ketilsson, formaður Ungmennaráðs Fjarðabyggðar og nemandi í 10. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar sat fyrir svörum hjá N4 á dögunum þar sem rætt var um nýjar reglur um notkun farsíma og annarra snjalltækja í Grunnskólum Fjarðabyggðar. Auk Kjartans komu einnig fram Þóroddur Helgason fræðslustjóri og Heiðbrá Björgvinsdóttir nemandi í 10. bekk á Fáskrúðsfirði. Það kom fram í máli þeirra allra að nemandur virðast almennt sáttir við það að hafa fengið nýjar tölvur til að vinna með í skólunum og það sé fæstum þeirra til ama að hafa ekki lengur leyfi til að vera í símunum sínum á skólatíma. Einnig kom fram að afþreyingarmöguleikum nemenda í frímínútum hafi einnig verið fjölgað t.d. með fótboltaspilum, ping pong borðum ofl. Við hvetjum ykkur til að horfa á viðtalið í heildsinni en það má finna hér.