Hvað virkar best?

Í skólastarfi er leitað leiða til að skapa nemendum þannig aðstæður að þeir megi afla sér þekkingar með fjölbreyttum hætti. Sumir sjá stærðfræðikennslu þannig fyrir sér að eingöngu séu skrifaðar tölur á blað.  Stærðfræðiþekking spannar víðfema færni sem æfa má á ýmsan hátt. Nýlega voru nemendur í 10. bekk að vinna með form og ígrunduðu því tengdu hvaða stærðfræðiform væru stöðugust. Til þess að greina það útbjuggu þeir form úr spagettí og sykurpúðum. Þetta varð mjög skemmtilegt en krefjandi verkefni og gaman að sjá hvaða ráðum þau beittu til að leysa þau vandamál sem komu upp.

Hér má sjá myndir frá verkefnavinnu 10. bekkjar.