9. bekkur á faraldsfæti

Krakkarnir á leið í hvalaskoðun
Krakkarnir á leið í hvalaskoðun

Í morgun lögðu nemendur í 9. bekk af stað í ferðalag. Förinni var heitið í Skagafjörðinn nánar tiltekið á Bakkaflöt með viðkomu í Eurovisionbænum Húsavík. Krakkarnir ásamt foreldrum þeirra hafa verið að safna fyrir þessari ferð i allan vetur með t.d. álfa - og kleinusölu. Þau ætla að vera fram á mánudag og dagskráin þeirra er mjög fjölbreytt,  hvalaskoðun, rafting, litbolti, reyna við þrautabraut og margt annað. Fararstjórar í þessari ferð eru þau Guðný Helga umsjónakennari, Alma  foreldri og Lási foreldri sem keyrir líka rútuna. Þau voru glöð og kát í morgun þegar þau lögðu af stað og í dag fóru þau m.a. á hvalasafnið á Húsavík og í hvalaskoðun.