Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn tekinn alla leið, bleikur grjónagrautur í hádeginu
Bleiki dagurinn tekinn alla leið, bleikur grjónagrautur í hádeginu

Októbermánuður er gjarnan mikill viðburðamánuður hjá okkur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Meðal annarra stóðviðburða er bleiki dagurinn, en sá dagur er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 

Á bleika deginum mæta allir eins bleikklæddir og þeim frekast er unnt og keppni er um bleikasta bekkinn. Að þessu sinni var það 9. bekkur sem fékk titilinn bleikasti bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar, annað árið í röð. Þau fá því að hafa bleiku rósina hjá sér í bekknum sínum áfram. 

Hér má sjá fleiri myndir frá bleikum degi.