Enn tekur skólastarf breytingum

Jón húsvörður er listaljósmyndari eins og sjá má á þessari fallegu mynd frá gróðursetningu
Jón húsvörður er listaljósmyndari eins og sjá má á þessari fallegu mynd frá gróðursetningu

Fyrir 1. – 6. bekk opnar nú skólinn samkvæmt venju 7:45 og kennsla hefst 8:10. Nemendur geta því nú sem fyrr mætt á þessu tímabili í skólann á morgnana.

  1. Stundatafla 1. – 4. bekkjar fer alfarið í eðlilegt horf frá því sem var fyrir 1. nóvember og kennum við nú íþróttir, sund og list- og verkgreinar í þessum bekkjum.
  2. Stundatafla 5. – 6. bekkjar breytist þannig að nú verða þau alla daga til 13:10 í skólanum. Inn á töfluna bætist sund og íþróttir auk þess sem þau borða hádegismat í skólanum. Ekki má blanda nemendum milli hópa þannig að list- og verkgreinar verða ekki kenndar þetta tímabil.
  3. Stundatafla 7. – 10. bekkjar breytist nokkuð.
  • Nemendur verða áfram 5 kennslustundir á hverjum morgni eða frá

                8:00 (7. og 9. bekkur) og 8:10 (8. og 10. bekkur)

                til 11:50 (7. og 9. bekkur) og 12:00 (8. og 10. bekkur).

  • Eftir þessar 5 kennslustundir fara þeir heim að borða hádegisverð.
  • Kennsla heldur svo áfram eftir hádegi samkvæmt nýrri stundatöflu hvers bekkjar.
  • Tvo daga í viku (misjafnt eftir bekkjum) mæta nemendur í skólann til bóklegs náms.
  • Þrjá daga í viku mæta nemendur aftur og þá í íþróttatíma. Við eigum reyndar eftir að ljúka sundtímunum. 9. og 10. bekkur eiga eftir einn sundtíma og verður hann kenndur þriðjudaginn 24. nóvember. 7. og 8. bekkur eiga eftir tvo tíma 23. nóv. og 30. nóv.

Við biðjum ykkur, foreldrar og forráðamenn nemenda á unglingastigi að fara vel yfir þetta með börnum ykkar og styðja þau í að muna eftir því að mæta á réttum tíma eftir hádegishlé en þau fá stundatöflur afhentar á morgun.
Við erum afar þakklát fyrir allan þann skilning sem þessum breytingum hefur verið sýndur.