ETÓ - frá grunni að munni

Lokaverkefni 10. bekkinga eru fjölbreytt. Þrír drengir gáfu út matreiðslubók.

Þeir Jónas Þórir, Árni Þorberg og Anthony ákváðu að lokaverkefnið þeirra yrði matreiðslubók. Var bókinni og réttununum gefinn svo góður rómur að þeir félagar ákváðu að láta prenta bókina í virðulegri prentsmiðju og selja eintök. Bókin var prentuð í 50 eintökum og er uppseld.