Fokk Me - Fokk You

Kári og Andrea flytja fyrirleturinn Fokk Me - Fokk you.
Kári og Andrea flytja fyrirleturinn Fokk Me - Fokk you.

Fræðslan Fokk me-Fokk you fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum. Í fræðslunni er fjallað um sjálfmyndina og nemendur vaktir til umhugsunar um hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags. Rætt er um hve mikilvægt það er að sýna hvert öðru virðingu og virða mörk annarra. 

Kári og Andrea fluttu fyrirlestur sinn fyrir nemendur í 6. og 7. bekk í morgun. Þau verða með fyrirlestur fyrir foreldra kl. 17:00 í dag og hvetjum við alla til að mæta.