Framboðsfundir

Nemendur 10. bekkjar fluttu framboðsræður á framboðsfundi sl. fimmtudag þar sem þeir kynntu fyrir viðstöddum framboð sín og áherslur.

Nemendur hafa undanfarnar vikur unnið að stofnun stjórnmálaflokka en það er liður í þjóðfélagsfræði þar sem m.a. er farið yfir strauma og stefnur í stjórnmálum. Í vinnunni þurftu nemendur að kynna sér stjórnmál og stjórnmálaflokka, mismunandi áherslur og málaflokka og tekjuleiðir ríkissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Nemendur fluttu mál sitt af öryggi og svöruðu spurningum úr sal af yfirvegun. Hér má sjá fleiri myndir frá viðburðinum.